Kleppur: „Þetta er bara mikil grimmd“

Að svipta ósakhæfan mann öllum afþreyingarmöguleikum og heimsóknum, mánuðum saman, flokkar nánasti aðstandandi hans sem mikla grimmd. Sigmundur Þór Árnason á bróður á réttargeðdeildinni á Kleppi. Bróðir hans er vistaður á deildinni vegna manndráps og hann réðist á geðlækninn sinn og var kærður fyrir morðtilraun, eftir að hafa reynt að kyrkja hann.

„Hann var sviptur öllu í marga mánuði og mér finnst þetta grimmt. Mjög grimmt,“ segir Sigmundur um þá meðferð sem bróðir hans hefur mátt sæta á réttargeðdeildinni.

„Vopnin þeirra eru að hóta honum að svipta hann þeim litlu lífsgæðum sem hann hefur til að drepa tímann,“ Sigmundur segir starfsmenn á Kleppi neita því að um refsingu sé að ræða. Hann hefur samt ekki fengið neinar skýringar á af hverju bróðir hans var sviptur þessum hlutum. Sigmundur er í einlægu og opinskáu viðtali í Dagmálum í dag, þar sem hann rekur sögu bróður síns og hvernig meðhöndlun hann hefur fengið.

Hér að ofan má sjá brot úr viðtal­inu en Dag­mál eru aðgengi­leg áskrif­end­um Morg­un­blaðsins hér. Einnig er hægt að kaupa vikupassa hér.

Sigmundur er í einlægu og opinskáu viðtali um dvöl bróður …
Sigmundur er í einlægu og opinskáu viðtali um dvöl bróður síns á réttargeðdeildinni að Kleppi. Hann telur þá refsingu sem bróðir hans hefur sætt bera vott um mikla grimmd. Ljósmynd/HH
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka