Minni áhrif frá malbikun en áður

Malbikunarframkvæmdir erukomnar á fullt.
Malbikunarframkvæmdir erukomnar á fullt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Malbikunarframkvæmdir eru komnar á fullt og var byrjað að malbika Kringlumýrarbraut í gærmorgun.

Það geta myndast miklar umferðarteppur við framkvæmdirnar eins og íbúar Kórahverfisins í Kópavogi fundu fyrir í gær.

Í sumar ætti þó malbikun að hafa minni áhrif en oft áður þar sem tiltölulega fáar af stærri götum borgarinnar þarfnast malbikunar, segir í tilkynningu frá gatnadeild Reykjavíkurborgar.

Áætlað er að malbikun ljúki í september. Í sumar er áætlað að malbikað verði fyrir 1,1 milljarð króna en til samanburðar var malbikað fyrir tæpan milljarð króna í fyrra. logis@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert