Fjöldi nýfæddra fjölgaði um 6,5% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs í samanburði við fjölda nýfæddra á sama tíma á síðasta ári. Alls voru 1.152 nýfæddir einstaklingar skráðir hjá Þjóðskrá Íslands en þetta kemur fram á vef stofnunarinnar.
Á sama tíma var samdráttur í nýskráningum erlendra ríkisborgara um 40% en nýskráðir voru 1.090 á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þá fæddust 68 íslensk börn erlendis á þeim tíma samanborið við 105 á síðasta ári.