Rússnesk lúxussnekkja lónar á Skjálfanda

Snekkjan A séð úr Sjóböðunum á Húsavík
Snekkjan A séð úr Sjóböðunum á Húsavík mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Snekkjan A lónar nú á Skjálfanda úti fyrir Húsavíkurhöfn. Snekkjan er í eigu rússneska auðjöfursins Andreis Melinchenckos sem hefur verið á ferðalagi við Íslandsstrendur undanfarnar vikur.

Snekkj­an er ein stærsta lúx­ussnekkja í heimi en um 65 manns eru um borð í henni. Mel­inchenc­ko hef­ur verið á ferðalagi á snekkj­unni við Íslands­strend­ur und­an­farn­ar vik­ur. Hún lónaði lengi fyr­ir utan Ak­ur­eyri í apríl en hef­ur komið við á Sigluf­irði, Skagaf­irði, Eyjaf­irði, Önund­arf­irði og víðar á Vest­fjörðum.

Snekkj­an er tæp­ir 143 metr­ar að lengd, 25 metra breið og ná möst­ur henn­ar þjrú hátt í 100 metra hæð. 

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is er Mel­inchenc­ko nú þegar bú­inn að heim­sækja Sjó­böðin á Húsa­vík en þó ekki í þess­ari heim­sókn. Leigði hann böðin til einka­nota fyr­ir nokkr­um vik­um þegar hann dvaldi í Eyjaf­irði.

Snekkjan A lónar nú við Skjálfanda.
Snekkjan A lónar nú við Skjálfanda. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson
Snekkjan er tæpir 143 metrar að lengd, 25 metra breið …
Snekkjan er tæpir 143 metrar að lengd, 25 metra breið og ná möstur hennar þjrú hátt í 100 metra hæð. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson
mbl.is/Hafþór Hreiðarsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert