Sendibíll fauk út af veginum

Straumsvík.
Straumsvík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sendibifreið fauk út af veginum skammt frá álverinu í Straumsvík nú síðdegis. Engan sakaði og að sögn varðstjóra slökkviliðs slapp bílstjórinn með skrámur.

Vindasamt er á suðvestanverðu landinu og segir varðstjóri slökkviliðs að nokkuð hafi verið um útköll vegna þess.

Slökkviliðið reynir þannig að létta undir með björgunarsveitum og reyna að afstýra tjóni sem hlýst af foki lausamuna á borð við trampólín og garðhúsgögn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka