Sjö sóttu um embætti héraðsdómara

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Þór

Sjö sóttu embætti héraðsdómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur en sinna störfum við alla héraðsdómstólana eftir ákvörðun dómstólasýslunnar.

Umsóknarfrestur rann út þann 24. maí og verður skipað í embættið frá 1. september.

Umsækjendur um embættið eru:  

Björn Þorvaldsson, saksóknari 

Herdís Hallmarsdóttir, lögmaður 

Nanna Magnadóttir, formaður og forstöðumaður 

Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður 

Sigurður Jónsson, lögmaður 

Valborg Steingrímsdóttir, aðstoðarmaður dómara 

Þorsteinn Magnússon, framkvæmdastjóri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka