Sjö sóttu embætti héraðsdómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur en sinna störfum við alla héraðsdómstólana eftir ákvörðun dómstólasýslunnar.
Umsóknarfrestur rann út þann 24. maí og verður skipað í embættið frá 1. september.
Umsækjendur um embættið eru:
Björn Þorvaldsson, saksóknari
Herdís Hallmarsdóttir, lögmaður
Nanna Magnadóttir, formaður og forstöðumaður
Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður
Sigurður Jónsson, lögmaður
Valborg Steingrímsdóttir, aðstoðarmaður dómara
Þorsteinn Magnússon, framkvæmdastjóri.