Theódór nýr formaður Félags sjúkrahúslækna

Theódór Skúli Sigurðsson.
Theódór Skúli Sigurðsson.

Theódór Skúli Sigurðsson var í gær kjörinn nýr formaður Félags sjúkrahúslækna á aðalfundi félagsins. Tekur hann við af Maríu I. Gunnbjörnsdóttur sem hafði gegnt formannsembættinu frá stofnun félagsins. Á fundinum var jafnframt Valgerður Rúnarsdóttir kjörin gjaldkeri til tveggja ára, en hún tekur við af Ólafi H. Samúelssyni sem hafði verið gjaldkeri frá upphafi félagsins.

FSL er eitt fjögurra aðildarfélaga Læknafélags Íslands, stofnað 2018. Félagsmenn eru kringum 440 og eru þeir læknar sem eru í Læknafélagi Íslands og starfa á sjúkrahúsum.

Í stjórn FSL starfsárið 2021-2022 eiga sæti:

  • Theódór Skúli Sigurðsson, formaður
  • Hjörtur Fr. Hjartarson, varaformaður
  • Valgerður Rúnarsdóttir, gjaldkeri
  • Margrét Dís Óskarsdóttir ritari
  • Ragnheiður Baldursdóttir meðstjórnandi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka