Tugir hrossa urðu strand úti í miðri Þjórsá

Hrossin voru alls um 20 talsins.
Hrossin voru alls um 20 talsins. Ljósmynd/Landsbjörg

Björgunarsveitir í uppsveitum Árnessýslu voru kallaðar út fyrr í kvöld vegna hóps af hrossum sem voru strandaglópar á sandeyri í miðri Þjórsá.

Í fréttatilkynningu frá Landsbjörg segir að svo hafi virst sem hrossin hafi farið út á eyrina á þurru en svo hafi aukist vatnið í ánni og hrossin, sem voru tæplega 20 talsins, hafi veigrað sér við að fara yfir ána.

Björgunarsveitafólk óð yfir ána til hrossanna og kom taumi á nokkur þeirra og teymdi yfir ána, restin af þeim fylgdi á eftir og þar með var málið leyst á farsælan hátt. 

Björgunarsveitarmenn óðu út í ána til þess að teyma hrossin …
Björgunarsveitarmenn óðu út í ána til þess að teyma hrossin upp á bakkann. Ljósmynd/Landsbjörg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert