Dúx Flensborgarskólans með 9,56 í meðaleinkunn

Óskar Atli Magnússon dúx Flensborgarskólans og Erla Ragnarsdóttir skólameistari.
Óskar Atli Magnússon dúx Flensborgarskólans og Erla Ragnarsdóttir skólameistari. Ljósmynd/Aðsend

119 stúdentar brautskráðust frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði í dag, 28. maí. Nemendur brautskráðust af starfs-, félagsvísinda-, raunvísinda- og viðskipta- og hagfræðibraut en einnig af opinni námsbraut til stúdentsprófs. 35 af þessum nemendum útskrifuðust einnig af íþróttaafrekssviði skólans.

Dúx skólans var Óskar Atli Magnússon, raunvísindabraut, með 9,56 í meðaleinkunn og semídúx var Júlía Rós Auðunsdóttir, af viðskipta- og hagfræðibraut.

Þar að auki hlaut Óskar Atli verðlaun fyrir bestan árangur á raunvísindabraut frá Háskólanum í Reykjavík. Einnig hlaut hann styrk frá Rio Tinto fyrir góðan árangur í raungreinum, verðlaun frá stærðfræðifélaginu og viðurkenningu fyrir frábæran árangur í ensku og spænsku. Hann hlaut einnig viðurkenningu frá Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar fyrir frábæran árangur á stúdentsprófi.

Fyrir sinn árangur fékk Júlía Rós styrk frá Góu. Hún hlaut einnig Menntaverðlaun Háskóla Íslands og viðurkenningu fyrir mjög góðan árangur í stærðfræði.

Óskar Atli og Júlía Rós fengu einnig viðurkenningu fyrir íþróttaiðkun sína en þau leika bæði knattspyrnu hjá FH.

Júlía Rós Auðunsdóttir semídúx og Erla Ragnarsdóttir skólameistari Flensborgarskólans.
Júlía Rós Auðunsdóttir semídúx og Erla Ragnarsdóttir skólameistari Flensborgarskólans. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka