Guðmundur Felix með frábærar fréttir

Á góðri stundu við grillið í apríl.
Á góðri stundu við grillið í apríl. Ljósmynd/Guðmundur Felix

Tauga­end­ar í hand­leggj­um Guðmund­ar Fel­ix Grét­ars­son­ar, sem fékk grædda á sig hand­leggi í byrj­un árs, fyrst­ur manna, hafa vaxið mun hraðar en gert var ráð fyr­ir.

Frá þessu greindi mbl.is fyrir rúmri viku en nú er svo komið að Guðmundur Felix getur hnyklað hægri upphandleggsvöðvann.

Í nýju myndskeiði sem hann hefur sent frá sér lýsir hann mikilli ánægju með þetta. Dagarnir fram undan verði þá hver öðrum betri.

„Hæ, ég er með frábærar fréttir,“ segir hann.

Sjón er sögu ríkari.

Mun styttra ferli en lagt var upp með

„Þetta er búið að ganga upp og ofan. Ég fékk blóðtappa í lærið, hend­urn­ar á mér bólgnuðu all­ar út, ég fékk út­brot og lík­am­inn minn hafnaði hönd­un­um. En þetta gekk allt til baka. Ég er bú­inn að losna við þenn­an blóðtappa, bólg­urn­ar eru farn­ar úr hand­leggj­un­um og út­brot­in eru nán­ast horf­in,“ sagði Guðmundur Felix í samtali við mbl.is þann 20. maí.

„Miðað við þenn­an vöxt er þetta mun styttra ferli en við lögðum upp með og mikið væn­legra til ár­ang­urs líka. Við héld­um að ef ég fengi ekki tauga­virkni í hend­urn­ar fyrr en eft­ir tvö ár og þá væru þær orðnar svo illa rýrnaðar að það væri erfitt að bjarga þeim en ef þessi hraði vöxt­ur verður raun­in þá er það ekki einu sinni vanda­mál.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka