Kjaradeila um aukavaktir

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. mbl.is

Lækna­fé­lag Íslands hef­ur vísað ágrein­ingi við Land­spít­al­ann um viðbótarálags­greiðslur til lækna vegna auka­vakta til Fé­lags­dóms.

„Þetta er ákvæði sem hef­ur verið í kjara­samn­ingi lækna frá 2002 um að ef fyr­ir­vari á breyt­ingu á vakt er skemmri en 24 tím­ar er greidd viðbótarálags­greiðsla fyr­ir þessa nýju vakt. Nú hef­ur Land­spít­al­inn tekið það upp ein­hliða að túlka þetta þannig að það þurfi ekki að greiða það, með rök­um sem við skilj­um ekki,“ seg­ir Reyn­ir Arn­gríms­son, formaður Lækna­fé­lags Íslands í  Morg­un­blaðinu í dag.

Reyn­ir seg­ir mikla óánægju vera meðal þeirra lækna sem breyt­ing­arn­ar hafa áhrif á. Þær komi sér­stak­lega illa við yngri al­menna lækna sem eru mikið á staðar­vökt­um sem krefjast þess að lækn­ir­inn sé í húsi all­an vakt­ar­tím­ann.

Hann seg­ir ákvörðun Land­spít­al­ans koma flatt upp á Lækna­fé­lagið. „Það hafa aldrei verið nein­ar deil­ur um þetta, um fram­kvæmd­ina eða greiðslurn­ar, og Land­spít­al­inn hef­ur aldrei tekið þetta upp í sam­ráðshópi Land­spít­ala og Lækna­fé­lags­ins. Það kom okk­ur al­gjör­lega í opna skjöldu að þeir vildu breyta þessu,“ seg­ir Reyn­ir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert