Nýfæddum börnum fjölgar á Íslandi

Nýfæddum börnum á Íslandi fjölgaði um 6,5% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs í samanburði við fjölda nýfæddra á sama tíma á síðasta ári.

Alls voru 1.152 nýfæddir einstaklingar skráðir hjá Þjóðskrá Íslands á tímabilinu. Þá fæddust 68 íslensk börn erlendis á þessu tímabili en voru 105 á síðasta ári.

Á sama tíma drógust nýskráningar erlendra ríkisborgara saman um 40%, að því er fram kemur í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert