Stúlknatríó skaraði fram úr

Rakel Rebekka Sigurðardóttir og Eva Bryndís Ágústsdóttir ásamt Snjólaugu Bjarnadóttur …
Rakel Rebekka Sigurðardóttir og Eva Bryndís Ágústsdóttir ásamt Snjólaugu Bjarnadóttur aðstoðarskólameistara. Ljósmynd/Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Tinna Rúnarsdóttir var dúx Fjölbrautaskólans í Garðabæ en hún útskrifaðist með 9,1 í meðaleinkunn af listnámsbraut. Fast á hæla hennar komu Eva Bryndís Ágústsdóttir og Rakel Rebekka Sigurðardóttir með meðaleinkunnina 9. Eva útskrifaðist af listnámsbraut en Tinna náttúrufræðibraut. 

Brautskráning fór fram í FG í dag við athöfn sem var nokkurn veginn eðlileg miðað við ástandið í samfélaginu undanfarnar vikur. Urðarbrunnur, hátíðarsalur skólans, var setinn samkvæmt gildandi sóttvarnareglum. 

Tinna Rúnarsdóttir og Kristinn Þorsteinsson skólameistari.
Tinna Rúnarsdóttir og Kristinn Þorsteinsson skólameistari. Ljósmynd/Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Af þeim 95 sem útskrifuðust voru 26 af listnámsbrautum, 17 af náttúrufræðibraut, 13 af félagsvísindabraut, 12 af hönnunar og markaðsbraut, 11 af íþróttabraut, átta af viðskiptabrautum, fjórir af alþjóðabrautum, þrír af sérnámsbraut og einn var með lokapróf af framhaldsskólabraut.

Um var að ræða fjórðu „Covid-útskriftina“ en vonandi þá síðustu eins og Kristinn Þorsteinsson skólameistari kom inn á í ræðu sinni. Nám í FG er samkvæmt þriggja anna kerfi og útskýrir það aukinn fjölda útskrifta.

Brautskráning fór fram í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í dag.
Brautskráning fór fram í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í dag. Ljósmynd/Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka