Þurfa að sá aftur í túnin eftir rokið

Vatnsdalur Skyggnið var slæmt í gær og vart mátti sjá …
Vatnsdalur Skyggnið var slæmt í gær og vart mátti sjá á milli bæja. Ljósmynd/Aðsend

Það var nýbúið að sá í sameiginlegan túnskika nokkurra bæja í Vatnsdalnum þegar fór að hvessa í gær. Í kjölfar veðursins verða bændur að sá aftur, meðal annars fyrir korni, þar sem það fauk allt upp í sunnanáttinni.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segjast Sigurður Ólafsson og Gróa Lárusdóttir á Brúsastöðum í Vatnsdal segjast ekki hafa séð annað eins á sinni tíð. „Já, það þarf að sá í þetta allt saman aftur,“ segir Sigurður en sameiginlegi túnskikinn sem um ræðir er um 15 hektarar að stærð. Eflaust hefur fokið ennþá meira af hans eigin túnum.

„Ég fór niður að stykkjunum okkar áðan og þar fann ég haug af fræjum bara í skjóli sem höfðu fokið af plægðum akrinum.“ Tjónið segir Sigurður að sé töluvert enda þurfi að sá í allt saman aftur, með tilheyrandi frækaupum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert