Útgerðum í kauphöllinni gæti fjölgað

Þorsteinn Már Baldvinsson og Gunnþór Ingvason.
Þorsteinn Már Baldvinsson og Gunnþór Ingvason. Ljósmynd/Gunnar Gunnarson

Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Síldarvinnslunnar, reiknar með að fleiri sjávarútvegsfyrirtæki muni feta í fótspor hennar og skrá sig á markað á næstu misserum.

Tilefnið er að Síldarvinnslan var í fyrradag hringd inn í kauphöllina við hátíðlega athöfn um borð í togaranum Berki II NK við frystihús félagsins í Neskaupstað.

Eftir annasaman dag settist Þorsteinn Már niður með Morgunblaðinu en hann telur aðspurður að dreifðari eignaraðild geti verið liður í að skapa meiri sátt um greinina.

„Ég held að útboð Síldarvinnslunnar verði svolítill prófsteinn á það hvort fleiri fyrirtæki í sjávarútvegi fylgja í kjölfarið,“ segir hann í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í  dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert