Dúxinn með 9,59 í meðaleinkunn

Dúxinn Marinó Þór Pálmason ásamt skólameistaranum Braga Þór Svavarssyni.
Dúxinn Marinó Þór Pálmason ásamt skólameistaranum Braga Þór Svavarssyni. Ljósmynd/Aðsend

Föstudaginn 28. maí voru 27 nemendur brautskráðir frá Menntaskóla Borgarfjarðar. Marinó Þór Pálmason, dúx skólans, flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema. Segir í tilkynningu að ræða Marinó hafi snert við viðstöddum og hafi hann minnt þá á að velja með hjartanu.

Að þessu sinni voru sjö nemendur brautskráðir af félagsfræðabraut, fjórir af náttúrufræðibraut, þar af einn af Íþróttafræðibraut – náttúrufræðisviði og þrír af náttúrufræðibraut – búfræðisviði. Ellefu brautskráðust af opinni braut og einn með viðbótarpróf til stúdentsprófs.

Marinó fékk viðurkenningu frá Arion banka fyrir bestan námsárangur á stúdentsprófi en hann var með lokaeinkunn upp á 9,59. Auk þess fékk hann verðlaun fyrir góðan námsárangur í raungreinum sem gefin eru af Háskólanum í Reykjavík, verðlaun frá íslenska stærðfræðifélaginu sem veitt eru afburðanemendum í stærðfræði.

Verðlaun fyrir góðan námsárangur í Dönsku frá Danska Sendiráðinu og verðlaun fyrir góðan námsárangur í íslensku sem eru gefin af Kvenfélagi Borgarness. Marinó fékk einnig verðlaun fyrir góð störf í þágu félagslífs nemenda, gefin af Borgarbyggð.

Nýstúdentar frá Menntaskóla Borgarfjarðar.
Nýstúdentar frá Menntaskóla Borgarfjarðar. Ljósmynd/Aðsend

Gunnar Örn Ómarsson fékk menntaverðlaun Háskóla Íslands, sem eru veitt einstaklingi sem hefur sýnt góðan árangur á stúdentsprófi, auk þess að hafa átt mikilvægt framlag til skólafélags. Gunnar fékk einnig verðlaun fyrir góðan árangur í náttúruvísindum frá Íslenska Gámafélaginu og verðlaun fyrir góð störf í þágu félagslífs nemenda gefin af Borgarbyggð.

Ásdís Lilja Arnarsdóttir fékk viðurkenningu fyrir vandaðasta lokaverkefnið 2021, og verðlaun fyrir góðan námsárangur í félagsgreinum gefin af Kaupfélagi Borgfirðinga

Brynja Gná B. Heiðarsdóttir fékk hvatningarverðlaun Zontaklúbbs Borgarfjarðar, sem eru veitt stúlku sem hefur sýnt, þrautseigju og framfarir í námi.

Þá fékk Julian Golabek hvatningarverðlaun sem Límtré Vírnet gefur og eru veitt dreng sem hefur sýnt, þrautseigju og framfarir í námi.

Marvin Logi Nindel Haraldsson fékk verðlaun fyrir góðan námsárangur í íþróttagreinum sem eru gefin af Sjóvá.

Oliver Kristján Fjeldsted hlaut verðlaunin Sjálfstæði – færni – framfarir sem byggja á einkunnarorðum skólans og Menntaskóli Borgarfjarðar veitir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka