Gauti hafnar þriðja sætinu

Gauti Jóhannesson, forseti sveitarstjórnar Múlaþings.
Gauti Jóhannesson, forseti sveitarstjórnar Múlaþings. Ljósmynd/Aðsend

Gauti Jóhannesson, forseti sveitarstjórnar í Múlaþingi, ætlar ekki að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir þingkosningar í haust. Hann greinir frá þessu í færslu á Facebook.

Gauti sóttist eftir efsta sætinu í prófkjöri flokksins, sem haldið var í gær, en hafði ekki erindi sem erfiði. Gauti hafnaði í þriðja sæti, á eftir Njáli Trausta Friðbertssyni þingmanni og Berglindi Ósk Guðmundsdóttur lögfræðingi.

Í færslunni segist Gauti auðmjúkur og þakklátur þeim fjölmörgu sem lögðu honum lið í prófkjörsbaráttunni og að hann þakki öðrum frambjóðendum drengilega baráttu. Úrslitin séu hins vegar vonbrigði og hann muni af þeim sökum ekki sækjast eftir að taka sæti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert