Samherji biðst afsökunar

Í yfirlýsingunni biðst Samherji afsökunar á viðbrögðum sínum við fréttaumfjöllun …
Í yfirlýsingunni biðst Samherji afsökunar á viðbrögðum sínum við fréttaumfjöllun og segir að of langt hafi verið gengið. mbl.is

Sam­herji hef­ur gengið of langt í viðbrögðum sín­um við um­fjöll­um fjöl­miðla um fyr­ir­tækið og biðst fyr­ir­tækið af­sök­un­ar á fram­göngu sinni. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá fé­lag­inu sem birt var nú í há­deg­inu.

Í yf­ir­lýs­ing­unni seg­ir að stjórn­end­um og starfs­fólki hafi sviðið um­fjöll­un um fyr­ir­tækið og störf þess sem því þyki hafa verið ein­hliða, ósann­gjörn og ekki alltaf byggð á staðreynd­um. Í slík­um aðstæðum geti reynst erfitt að bregðast ekki við.

Það breyti því þó ekki að þau orð sem starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa viðhaft sín á milli séu óheppi­leg. Vís­ar fé­lagið þar vænt­an­lega til tölvu­póst­sam­skipta starfs­manna fé­lags­ins sín á milli, sem Kjarn­inn gerði op­in­ber á dög­un­um.

Þar ræddi hóp­ur starfs­manna fé­lags­ins, sem kallaði sig „skæru­liðadeild fyr­ir­tæk­is­ins“, um leiðir til að koma höggi á blaðamenn sem hafa staðið í stafni í um­fjöll­un um starf­semi Sam­herja í Namib­íu og meint­ar mútu­greiðslur, einkum Helga Selj­an, auk þess að leggja á ráðin um hvernig beita megi ítök­um sín­um til að hafa áhrif á for­manns­kjör í Blaðamanna­fé­lag­inu og próf­kjör Sjálf­stæðis­flokks­ins í Norðaust­ur­kjör­dæmi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert