Sex kórónuveirusmit greindust innanlands í gær, þar af eitt utan sóttkvíar. Eitt greindist í landamæraskimun.
Alls hafa nú 23 greinst síðustu sex daga, en þar áður voru fjórir smitlausir dagar innanlands.
Þetta kemur fram í tölum frá almannavörnum. Ekki fást ítarlegri upplýsingar, svo sem um fjölda sýna, í dag þar sem vefsíðan covid.is er ekki uppfærð um helgar.
Nýgengi veirunnar hefur hækkað lítillega innanlands er nú 8,4, en 2,4 á landamærum, þar sem það fer lækkandi.