„Þetta er algjör heimska“

Kormákur Geirharðsson.
Kormákur Geirharðsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Kor­mák­ur Geir­h­arðsson, ann­ar eig­enda Ölstofu Kor­máks og Skjald­ar við Vega­móta­stíg, seg­ir það ekki lausn­ina að stytta af­greiðslu­tíma veit­inga- og skemmti­staða í miðbæn­um.

„Þetta er svo mikið rugl,“ seg­ir Kor­mák­ur.

Töl­fræðigögn sýna að af­brot­um í miðbæn­um hafi fækkað um rúm­lega helm­ing síðan af­greiðslu­tími var stytt­ur vegna far­ald­urs­ins.

Kor­mák­ur bend­ir á að síðustu mánuði hafi lands­menn verið að halda aft­ur af sér til að hefta út­breiðslu far­ald­urs­ins. Því sé ekki hægt að not­ast við töl­fræði síðustu mánaða til stuðnings styttri af­greiðslu­tíma, sem sýni ástandið í miðjum Covid-far­aldri. Líta þurfi heild­stætt á aðstæður.

„Ég bara spyr eru menn bún­ir að gleyma því hvernig þetta var þegar það var lokað klukk­an þrjú? Þá fyllt­ist bær­inn gjör­sam­lega,“ seg­ir Kor­mák­ur og bæt­ir við:

„Þetta er al­gjör heimska og það þarf bara að fara nokk­ur ár aft­ur í tím­ann. Munið hvernig þetta var þá? Þá voru það bara heimapartí og of­beldi færðist í út­hverf­in í staðinn.“

Skjöldur Sigurjónsson og Kormákur Geirharðsson, veitingamenn á Ölstofunni.
Skjöld­ur Sig­ur­jóns­son og Kor­mák­ur Geir­h­arðsson, veit­inga­menn á Ölstof­unni. Ljós­mynd/​Bald­ur Kristjáns

Vilj­um fara að skemmta okk­ur

Kor­mák­ur kveðst bjart­sýnn fyr­ir sumr­inu en vet­ur­inn hafi verið hark. „Ég held það sé ein­beitt­ur brota­vilji að hafa gam­an núna,“ seg­ir hann og bæt­ir við: „Þegar Covid er búið þá vilj­um við fara að skemmta okk­ur.“

Kor­mák­ur seg­ist ekki vita til þess að aðrir eig­end­ur veit­inga- og skemmti­staða vilji að af­greiðslu­tím­inn verði stytt­ur nema þá kannski þeir sem hafi ekki opið nema til eitt eða tvö.

Á Ölstof­unni fyr­ir far­ald­ur veirunn­ar var hins veg­ar opið leng­ur og ef stemn­ing­in var mik­il, um hálf­fjög­ur­leytið, var af­greiðslu­tím­inn nýtt­ur til fulls að sögn Kor­máks.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert