31 þúsund nýttu ekki ferðagjöfina

Flestir nýttu frðagjöfina í ferðahermi hjá Flyover Iceland.
Flestir nýttu frðagjöfina í ferðahermi hjá Flyover Iceland. mbl.is/sisi

Alls hafa 215.828 Íslendingar sótt sína ferðagjöf en 31.265 látið það hjá líða.

Ferðagjöf sem gefin var út síðasta vor rennur út á morgun. Sama dag verður hægt að sækja nýja ferðagjöf, sem gildir til og með 31. ágúst 2021, að fjárhæð 5.000 krónur.

„Við lítum þetta jákvæðum augum og teljum að þetta hafi virkað sem hvatning fyrir fólk til að ferðast innanlands. Samt sáum við náttúrlega að það voru önnur fyrirtæki en til var ætlast sem fengu hluta af þessari ferðagjöf,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.

Flestir nýttu ferðagjöfina í Flyover Iceland, fyrir samtals 48 milljónir. Næstflestir nýttu hana hjá Olíuverslun Íslands ehf., fyrir 35 milljónir, og þar á eftir á þjónustustöðvum N1, Íslandshótelum og KFC. Samtals voru leystar út ferðagjafir að andvirði 47 milljóna hjá tveimur skyndibitastöðum, KFC og Pizza-Pizza ehf., að því er fram kemur í  Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert