Ráðgefandi atkvæðagreiðslu á Akureyri um breytingar á aðalskipulagi Oddeyrar lýkur á miðnætti. Kosið er rafrænt í gegnum þjónustugátt á vef Akureyrarbæjar og hafa allir íbúar bæjarins, sem náð hafa 18 ára aldri, atkvæðisrétt. Atkvæðagreiðslan hófst á föstudag, en á hádegi í dag, mánudag, höfðu 21% kjósenda á kjörskrá greitt atkvæði.
Kjósendur geta valið milli þriggja kosta.
Þá er einnig í boði að haka við þann valkost að fólk hafi ekki skoðun á málinu.
Íbúakosningin á sér langan aðdraganda en karpað hefur verið um svæðið til fjölda ára. Hópur íbúa var ósáttur við þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar voru og skiptar skoðanir í bæjarstjórn þvert á flokka.
Andstæðingar uppbyggingarinnar stofnuðu meðal annars hóp á Facebook og eru hópverjar þar 2.600. Úr varð því að boða til atkvæðagreiðslunnar sem þó er, sem fyrr segir, ráðgefandi fyrir bæjarstjórn.