Bókin opnaði verslun á Laugavegi um helgina

Ari Gísli Bragason í nýopnuðu útibúi Bókarinnar á Laugavegi.
Ari Gísli Bragason í nýopnuðu útibúi Bókarinnar á Laugavegi. mbl.is/Sigurður Unnar

Nýtt útibú Bókarinnar fornbókabúðar var opnað í kjallara gamla húsnæðis Máls og menningar á Laugavegi um helgina.

Ari Gísli Bragason, sonur Braga Kristjónssonar, stofnanda Bókarinnar, er sá sem fer fyrir opnun nýs útibús og hann segir í Morgunblaðinu í dag að stríður straumur fólks hafi komið í nýja útibúið um helgina.

Garðar Kjartansson veitingamaður er sá sem hefur leigt allt gamla húsnæði Máls og menningar til tíu ára. „Garðar hafði samband við mig og var að taka þetta hús á leigu í tíu ár og hann langaði að halda í upprunann og vera með bækur í húsinu,“ segir Ari.

Spurður hvort Bókin muni færa eitthvað frekar út kvíarnar, segir Ari að þetta sé nóg í bili.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert