Ekkert viðbragðsstig í gildi

Nægileg úrkoma hefur fallið síðustu daga til að aflétta bæði …
Nægileg úrkoma hefur fallið síðustu daga til að aflétta bæði óvissu- og hættustigum á öllu landinu. mbl.is/Sigurður Unnar Ragnarsson

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að aflétta bæði hættu- og óvissustigum vegna hættu á gróðureldum í samráði við lögreglustjórana á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og eystra.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum.

Nægileg úrkoma hefur fallið síðustu daga til þess að aflétta bæði óvissu- og hættustigum á öllu landinu. Almannavarnir hvetja þó almenning til að fara áfram varlega með opinn eld á gróðursælum stöðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka