Færri framteljendur en fleiri fasteignaeigendur

Skatturinn.
Skatturinn. mbl.is/sisi

Ríkisskattstjóri hefur lokið álagningu opinberra gjalda á einstaklinga og birtir Stjórnarráðið yfirlit yfir helstu niðurstöður. Færri töldu fram til skatts en árið áður, en það er í fyrsta sinn í áratug sem framteljendum fækkar.

312.511 manns töldu fram tekjur til skatts árið 2020, það er 826 færri en árið 2019 þegar 311.685 töldu fram til skattsins.

Fjármagnstekjuskattur upp á 22,3 milljarða

Tæpir 204 milljarðar króna runnu til ríkissjóðs í formi tekjuskatts að persónuafslættinum frádregnum, sú tala hækkar um 6,7 milljarða milli ára. Almennur tekjuskattur nemur því 44,4% af samanlagðri álagningu tekjuskatts og útsvars.

Fjármagnstekjuskattur einstaklinga nam 22,3 milljörðum króna og lækkar þar með um 7,9% milli ára. Fjölskyldum sem greiða slíkan fjármagnstekjuskatt fækkaði um 36,1% og eru nú 25.395.

Fasteignaeigendur orðnir 108.661

Fasteignaeigendum fjölgaði um 3.722 og eru nú 108.661 samtals. Fasteignir eru 74% af heildareignum heimilanna og verðmæti þeirra telur 5.662 milljarða króna. Heildareignir heimilanna jukust um 7,2% milli ára.

Tekjur af útvarpsgjaldi hækkuðu um 1,9% milli ára og nema nú 4,2 milljörðum króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka