Forseti Íslands var með í fyrstu ferðinni

Gísli Einarsson og Guðni Th. Jóhannesson í Jafnaskarðsskógi.
Gísli Einarsson og Guðni Th. Jóhannesson í Jafnaskarðsskógi. Ljósmynd/Jón Heiðarsson

Skin var milli skúra þegar í gær var farið í fyrstu skipulögðu gönguna undir merkjum Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs. Þá kom fólk saman og gekk um Jafnaskarðsskóg við Hreðavatn í Norðurárdal.

Þátttakendur voru um 100 talsins og í þeirra hópi var meðal annars forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson.

Ferðafélagið var stofnað í mars sl. og margt spennandi er framundan í starfi þessa, segir forseti félagsins, Gísli Einarsson sjónvarpsmaður. Til stendur að stika gönguleiðina upp á Hafnarfjall, en hún nýtur vinsælda og er fjölfarin meðal Borgnesinga.

„Möguleikar til útivistar hér í Borgarfirði eru ótæmandi. Frábærar gönguleiðir eru í Skorradal og Húsafelli og svo á að bæta og merkja Vatnaleið, frá Hlíðarvatni í Hnappadal að Hreðavatni,“ segir Gísli Einarsson. sbs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert