Helmingi fleiri halda í skiptinám

Fleira ungt fólk leitar á vit ævintýranna nú en á …
Fleira ungt fólk leitar á vit ævintýranna nú en á síðasta ári

Alls munu 22 Íslendingar á aldrinum 15-18 ára fara í skiptinám erlendis í haust á vegum AFS á Íslandi.

Skiptinemar fóru seinast út haustið 2020 og voru þá einungis tíu talsins en þá var ekki möguleiki á að stunda nám í Bandaríkjunum og flestum löndum utan Evrópu vegna faraldursins.

Sólveig Ása Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi, segir faraldurinn hafa sett strik í reikninginn fyrir marga sem vildu halda í skiptinám árið 2020 en nokkrir þeirra haldi út í haust.

„Við fórum í björgunaraðgerðir þegar faraldurinn skall á og þá var tekin ákvörðun um að allir yrðu kallaðir heim,“ segir hún í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Nokkur röskun varð á starfinu vegna faraldursins en fjöldinn virðist vera að taka við sér með þeim 22 sem halda út í ágúst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert