Deildarstjóri öryggis- og réttargeðdeildar Landspítala er í leyfi frá störfum, að beiðni stjórnenda spítalans í kjölfar ábendinga um aðbúnað og starfsaðstæður á deildinni.
RÚV greindi fyrst frá.
Nanna Briem, forstöðumaður geðþjónustu á Landspítalanum, segir ekki vera langt síðan leyfið kom til. Hún segir málið hins vegar vera viðkvæmt og því sé ekki hægt að greina betur frá því á meðan það sé í vinnslu.
Embætti landlæknis hugar nú að málinu en Nanna segir að allar kvartanir og ábendingar um starfsemina séu teknar alvarlega, alveg sama hvað það sé.