Markmiðið að gera nýsköpun aðgengilegri og sýnilegri

Stofnendur hátíðarinnar: f.v. : Edda Konráðsdóttir, Freyr Hólm Ketilsson og …
Stofnendur hátíðarinnar: f.v. : Edda Konráðsdóttir, Freyr Hólm Ketilsson og Melkorka Sigríður Magnúsdóttir Mummi Lú

Nýsköpunarvika stendur nú yfir. Hátíðin er þátttökuhátíð sem byggir á því að fyrirtæki, frumkvöðlar og sprotafyrirtæki skipuleggi viðburði. Hátíðin var sett á þriðjudag í síðustu viku og stendur fram á miðvikudag.

Forseti Íslands flutti setningarerindi á opnunarathöfn hátíðarinnar ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur nýsköpunarráðherra. Þar á eftir var opið hús í Nýsköpunarsetri Vísindagarða, sem jafnframt er heimili hátíðarinnar í ár.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð, Nýsköpunarráðherra, með opnunarerindi á setningarathöfn hátíðarinnar í …
Þórdís Kolbrún Reykfjörð, Nýsköpunarráðherra, með opnunarerindi á setningarathöfn hátíðarinnar í Grósku í gær. Mummi Lú
Forseti Íslands flutti setningarerindi á opnunarathöfn hátíðarinnar.
Forseti Íslands flutti setningarerindi á opnunarathöfn hátíðarinnar. Mummi Lú

„Markmiðið er  undirstrika og gera nýsköpun bæði aðgengilegri og sýnilegri,“ segir Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, ein af stofnendum hátíðarinnar.

Við viljum fræða almenning um hvað nýsköpun er og sýna  hún gangi á flestar atvinnugreinar,  nýsköpun  ekki bara einhver atvinnugrein úti í horni.“ 

Þá bætir hún við  dagskrá vikunnar í ár endurspegli það svo sannarlega. 

Viðburðir bæði í persónu og rafrænir

Viðburðirnir munu fara fram bæði í persónu og á netstreymi. Þá eru viðburðirnir sem standa til boðs í ár um 70 talsins, sem er 250% aukning frá því í fyrra en þá voru 26 viðburðir. Hægt er  skoða dagskrána í heild sinni á heimasíðu Nýsköpunarvikunnar.

Í ár er hátíðin í samstarfi við Strætó BS en …
Í ár er hátíðin í samstarfi við Strætó BS en strætó vagn sem ber skilaboðin „Hoppaðu á nýsköpunarvagninn“ hóf göngu sína í dag. Mummi Lú

„Draumurinn er  nýsköpunarvikan geti orðið markaðsgluggi nýsköpunar út á við,“ segir Melkorka.

Ísland hefur verið eina landið á Norðurlöndum sem ekki hefur verið með sínar eigin tækni og nýsköpunarhátíðir en við höfum mikið horft til Osló Innovation Week, sem er okkar helsta fyrirmynd.“ 

Þá segir Melkorka einnig  ánægjulegt   sjá hve mikill áhugi er fyrir vikunni og þá þrátt fyrir faraldurinn og alla þá óvissu sem fylgt hefur honum, en hann setti mark sitt á vikuna fyrir ári þegar allir viðburðirnir þurftu  vera með rafrænum hætti.

Mynd af teymi Nýsköpunarvikunnar fyrir framan Nýsköpunarvagninn.
Mynd af teymi Nýsköpunarvikunnar fyrir framan Nýsköpunarvagninn. Mummi Lú
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka