Meiri hluti sammála Steingrími

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. mbl.is/Kristinn Magnússon

Meiri hluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis leggur til að frumvarp Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og þingmanns Vinstri grænna, um breytingu laga um ferðakostnað þingmanna verði samþykkt. 

Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað. Tilgangur þess er að takmarka rétt þingmanna til endurgreiðslu ferðakostnaðar í aðdraganda kosninga til Alþingis.

Enginn flokkur skilaði umsögn

Nefndinni barst ein umsögn; frá Öldu – félags um sjálfbærni og lýðræði sem lýsti yfir eindrægum stuðningi við frumvarpið. Óskað var eftir umsögn allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi en engin þeirra barst. 

Undir álit meiri hluta rita Jón Þór Ólafsson og Andrés Ingi Jónsson, þingmenn pírata, Andrés þó með fyrirvara.

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, Hjálmar Bogi Hafliðason og Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmenn Framsóknar skrifuðu einnig upp á meirihlutaálitið.

Ekki barst minni hluta álit frá öðrum nefndarmönnum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka