Þjóðskrá gaf rúmlega þrefalt fleiri vegabréf út í aprílmánuði þessa árs miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Þjóðskrár.
129 vegabréf voru útgefin í aprílmánuði 2020 sem er sögulega lág tala, en síðastliðin 10 ár hafa aldrei færri vegabréf verið gefin út í einum mánuði.
Til samanburðar voru 574 vegabréf gefin út í aprílmánuði þessa árs en það eru þó 64 færri en voru gefin út í marsmánuði þar á undan þegar Þjóðskrá gaf út 638 vegabréf.