Skurðaðgerðum frestað á LSH

Nokkuð hefur verið um frestanir skurðaðgerða sökum mönnunarvanda.
Nokkuð hefur verið um frestanir skurðaðgerða sökum mönnunarvanda. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þurft hef­ur að fresta skurðaðgerðum á Land­spít­al­an­um vegna mann­eklu sem má meðal ann­ars rekja til stytt­ing­ar vinnu­vik­unn­ar.

Aðgerðum til leiðrétt­ing­ar á hol­brjósti hef­ur helst verið frestað en slík­ar ráðstaf­an­ir hafa þá stafað af und­ir­mönn­un og pláss­leysi á gjör­gæslu­deild.Hjartask­urðlækna hef­ur skort síðastliðið ár og þeim fækkað úr fjór­um í tvo á Land­spít­al­an­um.

Þetta segja Karl And­er­sen, for­stöðumaður hjarta- og æðaþjón­ustu Land­spít­al­ans, og Tóm­as Þór Kristjáns­son, yf­ir­lækn­ir hjarta- og skurðlækn­inga á Land­spít­al­an­um. Einni skurðstofu hef­ur að auki verið lokað vegna mönn­un­ar­vanda.

„Það hef­ur verið ákveðin frest­un á viss­um aðgerðum sem teng­ist þessu en það er allt á réttri leið núna,“ seg­ir Tóm­as Þór. Far­ald­ur­inn hafi leikið þar hlut­verk, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka