Sögð vilja nýtt mat á ákvörðun um Janssen

Bóluefni Janssen gegn Covid-19.
Bóluefni Janssen gegn Covid-19. AFP

Ríkisstjórn Danmerkur hefur beðið heilbrigðisyfirvöld í landinu um að endurmeta ákvörðun sem tekin var fyrr í þessum mánuði um að nota ekki bóluefni Janssen gegn Covid-19. Danskir fjölmiðlar greina frá þessu og vísa í heimildamenn sem koma ekki fram undir nafni.

TV2 og Ekstrabladet greina sömuleiðis frá því að bólusetningu í Danmörku eigi að ljúka í september, tveimur vikum síðar en núverandi áætlun gerir ráð fyrir. Töfin er tilkomin vegna þess að Danmörk fær færri skammta af bóluefni Moderna en áður var gert ráð fyrir, að sögn miðlanna tveggja.

Danmörk var fyrsta landið sem ákvað að sleppa því að nota bóluefni Janssen gegn Covid-19 vegna sjaldgæfra en alvarlegra aukaverkana. 

Talskona heilbrigðiseftirlitsins gat ekki veitt viðbrögð við fréttunum þegar eftir þeim var leitað. 

Danir hættu líka alfarið notkun bóluefnis AstraZeneca vegna sjaldgæfra en alvarlegra aukaverkana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert