Þrír þingmenn vilja í stjórn Miðflokksins

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. mbl.is/Árni Sæberg

Fimm eru í kjöri fyrir þrjú sæti í stjórn Miðflokksins sem fram fer á rafrænu Landsþingi flokksins laugardaginn 5. júní. 

Auk þriggja stjórnarmanna sem kjörnir eru á landsfundi sitja í stjórn formaður flokksins, þingflokksformaður og formaður fjármálaráðs. Alls eru sex í stjórninni. 

Í framboði til stjórnar eru: 

Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður

Bergþór Ólason, þingmaður

Einar G. Harðarson, löggiltur fasteignasali

Hallfríður Hólmgrímsdóttir, bæjarfulltrúi í Grindavík

og Karl Gauti Hjaltason, þingmaður. 

Sigmundur sjálfkjörinn

Aðeins eitt framboð barst í embætti formanns, fyrir tilskyldan framboðsfrest, frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Einnig er sjálfkjörið í formennsku laganefndar flokksins þar sem Einar Birgir Kristjánsson er einn í kjöri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert