Ætlunin með átaki að fólk festist ekki á bótum

Ásmundur Einar Daðason.
Ásmundur Einar Daðason. mbl.is/Arnþór Birkisson

Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra segir hugsunina á bak við átakið „Hefjum störf“ vera þá að koma fólki út á vinnumarkaðinn í stað þess að festa það á bótum.

Ennþá þarf að manna um 5.000 störf í átakinu og ef einstaklingar á atvinnuleysisskrá koma sér hjá því að ráða sig til starfa ber að tilkynna það til Vinnumálastofnunar sem setur málið þá í ferli. Þessu greindi Ásmundur Einar frá í samtali við mbl.is.

Átakið kom í stað þess að lengja bótaréttinn

„Við settum átakið af stað í stað þess að lengja bótaréttinn. Það er ástæða til þess að hvetja atvinnurekendur til þess að nýta sér þetta úrræði og ef einstaklingar taka ekki störf ber að tilkynna þá til stofnunarinnar og þá fer það í ákveðinn farveg, einstaklingum ber að taka vinnu,“ sagði Ásmundur Einar að loknum ríkisstjórnarfundi nú í dag.

Hann segir átakið í heildina telja yfir 8.000 störf og ennþá séu 5.000 störf sem þurfi að manna. Því er enn þá full ástæða til þess að hvetja til góðs samstarfs milli atvinnurekenda og stjórnvalda í þessum efnum áfram.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert