Anna Ben stýrir nýjum leikskóla í Bríetartúni

Anna Ben Blöndal hefur verið ráðin sem leikskólastjóri nýs leikskóla …
Anna Ben Blöndal hefur verið ráðin sem leikskólastjóri nýs leikskóla sem verður í Bríetartúni 9-11. Leikskólinn verður á jarðhæðinni og útileiksvæði þar fyrir framan. Ljósmynd/Samsett

Anna Ben Blöndal hefur verið ráðinn leikskólastjóri við nýjan yngri barna leikskóla við Bríetartún í Reykjavík, en skólinn mun taka til starfa á haustmánuðum. Er um að ræða fyrsta leikskólann sem Reykjavíkurborg rekur sem er alfarið ætlaður ungum börnum. 

Anna Ben útskrifaðist sem leikskólakennari 1995 og hefur áratuga reynslu sem kennari, deildarstjóri, aðstoðarleikskólastóri og verkefnisstjóri margvíslegra þróunarverkefna í leikskólum. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að skólinn sé ætlaður börnum frá 12 mánaða til þriggja ára aldurs og að opnað verði fyrir umsóknir í skólann í sumar.

Áður hafði verið greint frá því í Morgunblaðinu að leikskólinn yrði á jarðhæð við Bríetartún 9-11, en þar er 94 íbúða fjölbýlishús á sjö og tólf hæðum. Íbúðum hef­ur fjölgað á svæðinu á und­an­förn­um árum og telja borg­ar­yf­ir­völd eðli­legt að leik­skóli sé í þessu hverfi borg­ar­inn­ar, en 60 börn verða tek­in inn í leik­skól­ann.

Ásamt leikskólanum sjálfum verður 520-530 fermetra afgirt útileiksvæði áfast við húsið sunnan- og austanvert. Einnig mun leiksólinn hafa aðgang að 300 fer­metra úti­leiksvæði húss­ins á þjón­ustu­tíma leik­skól­ans. Þá mun leik­skól­inn hafa aðgang að inn­i­svæði Höfðatorgs, þar sem út­búið verður 250 fer­metra leik­svæði fyr­ir börn, eigi síðar en 2023.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka