Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn var utan sóttkvíar við greiningu en fjórir í sóttkví. Mikill fjölda sýna var tekinn innanlands í gær eða tæplega 2.200 sýni. Á landamærunum voru 858 skimaðir.
Nú eru 212 í sóttkví og hefur fækkað á milli daga en í gær voru þeir 232. 40 eru í einangrun og hefur fjölgað um einn á milli daga. Tveir eru á sjúkrahúsi líkt og í gær.
Eitt barn yngra en eins árs er með Covid á Íslandi og eitt barn á aldrinum 1-5 ára. Þrjú börn á aldrinum 6-12 ára er í einangrun. Eitt smit er í aldurshópnum 13-17 ára þannig að aðeins sex börn eru með Covid á Íslandi í dag. Átta smit eru meðal fólks á aldrinum 18-29. Átján smit eru í aldurshópnum 30-39 ára og 5 meðal 40-49 ára. Eitt smit er meðal fólks á sextugsaldri og tvö hjá 60-69 ára.
Langflestir þeirra sem eru í sóttkví og í einangrun eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu eða 29 af þeim 40 sem eru í einangrun og 187 af þeim 212 sem eru í sóttkví. Ekkert smit er nú virkt á Norðurlandi vestra þannig að hópsmitið sem þar kom upp hefur runnið sitt skeið á enda samkvæmt þessu.
Nýgengi innanlands hækkaði talsvert milli daga en það er nú 10,4 á hverja 100 þúsund íbúa síðustu 14 daga. Í gær var það 7,1. Á landamærunum er það áfram 2,7. Einn bíður niðurstöðu mótefnamælingar en í gær voru þrír með mótefni sem komu til landsins daginn áður. Síðast greindist virkt smit á landamærunum á laugardag.