„Það eru 1.700 skammtar eftir af bóluefni Pfizer og við erum að reyna að koma þeim út fyrir lok dags,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Af þeim sökum voru tveir árgangar dregnir í viðbót úr bólusetningarkrukkunni síðdegis í dag. Þau sem fengu boð rétt í þessu eru því karlar fæddir 1987 og konur fæddar 1996.
mbl.is greindi frá því fyrr í dag að 2.500 skammtar væru eftir og fengu karlar fæddir 1999 og konur fæddar 1982 því boð. Þegar ljóst var að enn væru skammtar eftir voru síðan tveir árgangar dregnir til viðbótar.