Gosi og Egilína meðal nýrra nafna

Gosi, hér í uppfærslu Borgarleikhússins, er nafn sem margir kannast …
Gosi, hér í uppfærslu Borgarleikhússins, er nafn sem margir kannast við úr samnefndu ævintýri. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Mannanafnanefnd hafnaði ekki einu nafni í síðustu viku þegar hún kvað upp úrskurði í þeim málum sem lágu fyrir henni.

Alls voru sjö ný nöfn samþykkt, þar af fimm eiginnöfn sem bætt hefur verið á mannanafnaskrá. Karlar geta því borið nafnið Gosi sem eiginnafn, en einnig nöfnin Haron og Martel, enda voru þessi nöfn talin í fullu samræmi við lög.

Gosi er nafn sem margir kannast við úr ævintýrinu um strákinn með nefið sem stækkaði þegar hann laug en orðið getur einnig þýtt galgopi eða verið dregið af nafnorðinu eldgos. Kvenkynsnafnið Egilína var svo samþykkt líka sem eiginnafn en nafnið er dregið af karlmannsnafninu Egill. Nafnið Elísabet verður hægt að rita sem Elizabeth, líkt og drottning Bretlands ritar sitt nafn, þrátt fyrir að það sé ekki í samræmi við íslenska stafsetningu. Í rökstuðningi nefndarinnar kom fram að þessi ritháttur yrði að vera samþykktur þar sem hefð hefur skapast um nafnið, en í dag bera 16 íslenskar konur nafnið Elizabeth.

Föðurkenningin Thorsdóttir var samþykkt sem kenning við föður að nafni Tornike. Nú mega bæði konur og karlar bera nafnið Krossá sem millinafn, en ekki sem ættarnafn enda óheimilt að búa til ný ættarnöfn á Íslandi. thorab@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert