Tilkynnt var um slys í morgun þar sem stúlka hrasaði á hlaupahjóli og hlaut skurð á höfuð. Slysið varð í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í Austurbæ-Miðbæ-Vesturbæ og á Seltjarnarnesi.
Í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði-Garðabæ og á Álftanesi var tilkynnt um umferðarslys þar sem bifreið var bakkað á gangandi vegfaranda.
Í umdæmi lögreglunnar í Kópavogi og Breiðholti var tilkynnt um hjólreiðamann sem hrasaði af hjólinu sínu og að hann væri illa áttaður á eftir.
Ekkert kemur nánar fram í tilkynningunni um líðan þeirra sem slösuðust.