Fyrirtækið Ketó Kompaníið hefur innkallað eina lotu af kökudeigsís, jarðaberjaostakökuís, fílakaramelluís og saltkaramelluís.
Ástæða innköllunarinnar er sú að iðragerlar (Enterobacteriaceae) fundust í vörunni. Þetta kemur fram í tilkynningu.
Fyrirtækið hefur innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.
Ísinn er seldur í verslunum Hagkaup og ber lotunúmerið 28.05.21/28.05.22. Þeim neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki og skila til fyrirtækisins gegn endurgreiðslu.