Eftir stóðu 2.500 aukaskammtar af Pfizer bóluefni í dag og var því bólusetningarkrukkan dregin fram. Það voru síðan karlar fæddir 1999 og konur fæddar 1982 sem voru dregin upp úr krukkunni.
„Þau eru að streyma til okkar núna,“ sagði Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Þetta var ekki á plani en það skiluðu sér ekki allir í bólusetningarnar í dag.“
Eins og mbl.is greindi frá í gær er allt klárt fyrir handahófskennda bólusetningu árganga. Farið verður sú leið að draga út heilu árgangana, einn árgang kvenna og annan árgang karla og verður aðferðin af gamla skólanum. Búið er að prenta út alla litla miða með nöfnum allra árgangana frá 1975 til 2005 og setja í krús, sem síðan er dregin fram þegar um aukaskammta er að ræða líkt og í dag.