Konur fæddar 1983 fengu einnig boð í bólusetningu

Árgangar eru dregnir út úr bólusetningarkrukkunni.
Árgangar eru dregnir út úr bólusetningarkrukkunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samkvæmt upplýsingum frá Distica var 1983-árgangur kvenna einnig boðaður í bólusetningu með bóluefni Pfizer klukkan 18 í dag. Fyrirtækið sér um dreif­ingu og hýs­ingu bólu­efna hér á landi.

mbl.is greindi frá því fyrr í dag að fjórir árgangar hefðu verið dregnir út úr bólusetningarkrukkunni. Það voru karl­ar fædd­ir árin 1987 og 1999 og kon­ur fædd­ar árin 1982 og 1996. 

Bóluefnið hefur bara ákveðinn endingartíma og rennur út eftir hann. Heilbrigðisstarfsmenn voru því í kapphlaupi við tímann í dag við að koma út öllu því bóluefni sem gert hafði verið tilbúið.

Alls verða um 24 þúsund ein­stak­ling­ar bólu­sett­ir hér á landi í vik­unni. Sam­tals fá um 14 þúsund bólu­efni Pfizer, níu þúsund fá fyrri bólu­setn­ingu en fimm þúsund fá seinni bólu­setn­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert