Nýr upplýsingavefur ráðuneytisins

Vegvísir er nýr upplýsingavefur ráðuneytisins.
Vegvísir er nýr upplýsingavefur ráðuneytisins. Mynd úr tilkynningu af vef Stjórnarráðsins.

Vegvísir er nýr gagnvirkur upplýsingavefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Vefnum er ætlað að vera leiðarvísir almennings að lykilupplýsingum um samgöngur, fjarskipti og byggðamál.

Vefurinn markar tímamót með nýstárlegri framsetningu á opinberum gögnum, en þar verður hægt að fylgjast með fjármögnun, framvindu og árangri í yfir 500 verkefnum og stöðu 60 árangursmælikvarða, að því er fram kemur í tilkynningu stjórnarráðsins.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, opnaði vefinn formlega á kynningarfundi um Vegvísi í dag.

„Það er afar þýðingarmikið að efla stafræna þjónustu og veita enn betri aðgang að opinberum gögnum. Það er því sérstakt gleðiefni að geta nú gefið fólki kost á að fylgjast með fjölmörgum verkefnum og framkvæmdum hins opinbera á sviði samgangna, fjarskipta og byggðamála á nýjum og glæsilegum upplýsingavef,“ er haft eftir ráðherra í tilkynningu frá stjórnarráðinu.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Á Vegvísi er hægt að skoða markmið, einstök verkefni, raunstöðu þeirra og þá mælikvarða sem notaðir eru til að meta árangurinn. Á einfaldan hátt er hægt að sjá að hverju er verið að vinna í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og fagstofnunum sem undir það heyra.

Á vefnum eru upplýsingar um markmið, aðgerðir, fjármagn, framvindu og árangur í þremur lykiláætlunum ráðuneytisins – samgönguáætlun, fjarskiptaáætlun og byggðaáætlun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka