Óska eftir vitnum vegna alvarlegs slyss

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að alvarlegu umferðarslysi sem varð á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ, á móts við Leirvogstungu, fimmtudaginn 27. maí.

Tilkynning um slysið barst lögreglu kl. 19.07. Þar rákust saman ljósgrár Suzuku Liana og ljósgrár Mitsubishi L200, að því er segir í tilkynningu.

Þeir sem urðu vitni að slysinu, eða kunna að geta veitt upplýsingar um það, eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000. Einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið birna.g@lrh.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka