„Plástur á stórt sár“

Sungið fyrir heimilisfólk á hjúkrunarheimilinu Mörk í kórónuveirufaraldrinum.
Sungið fyrir heimilisfólk á hjúkrunarheimilinu Mörk í kórónuveirufaraldrinum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hækkun fjárframlaga ríkisins til hjúkrunarheimila um einn milljarð í frumvarpi fjármálaráðherra til fjáraukalaga á Alþingi er ánægjuleg en dugir þó ekki til í þennan fjársvelta málaflokk að sögn Gísla Páls Pálssonar, formanns Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.

„Það má segja að þetta sé lítill plástur á stórt sár. Að sjálfsögðu fögnum við alltaf auknum framlögum en það hefði mátt vera meira,“ segir hann.

Í frumvarpinu eru útgjöld ríkissjóðs aukin um 14,6 milljarða og hallinn eykst um rúma 8 milljarða. Að stærstum hluta er um að ræða útgjaldatillögur vegna aðgerða til að mæta samfélagslegum og efnahagslegum afleiðingum kórónuveirunnar en einnig er lagt til eins milljarðs kr. tímabundið framlag til hækkunar á daggjöldum hjúkrunarheimila vegna rekstrarvanda þeirra. Gísli Páll minnir á að stjórnvöld eru nýbúin að fá óháða úttekt á fjárþörf heimilanna sem þurfi um 2,7 milljarða til að ná endum saman. „Við væntum því þess að fá meira á þessu ári eða í versta falli í byrjun næsta árs,“ segir hann í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert