Skuldir heimila hækkuðu um 9,4%

Skatturinn
Skatturinn mbl.is/sisi

Tekjuskatts- og útsvarsstofn landsmanna vegna tekna þeirra á síðasta ári er 1.701 milljarður króna og hækkar um 5,7% frá fyrra ári. Eignir heimilanna jukust einnig í fyrra um 7,2% og voru metnar á 7.678 milljarða kr. um áramótin og eigendum fasteigna fjölgaði um 3.722 samkvæmt skattframtölum.

Aftur á móti hækkuðu framtaldar skuldir heimilanna um 9,4% í fyrra, að stærstum hluta vegna íbúðarkaupa en heildarskuldir heimilanna stóðu í 2.380 milljörðum kr. um seinustu áramót.

Nettóeign heimila, þ.e.a.s. eignir að frádregnum skuldum, var 5.298 milljarðar en skattframtöl síðasta árs leiða í ljós að samtals eru 30.433 fjölskyldur með skuldir umfram eignir og fækkaði þeim um tæplega tvö þúsund á milli ára.

Þessar upplýsingar koma fram í samantekt fjármála- og efnahagsráðuneytisins um álagningu opinberra gjalda á einstaklinga fyrir árið 2020 sem Skatturinn birti í gær. Framteljendum fækkaði um 826 á milli ára í fyrsta skipti frá árinu 2011 og eru nú 312.511 talsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert