Smituðust ekki á Austurlandi

Frá Vopnafirði.
Frá Vopnafirði. Ljósmynd/Golli

Smitin tvö sem greind voru á Vopnafirði í gær má rekja til ferða viðkomandi utan Austurlands. Lögreglan telur því ekki hættu á að þeir hafi smitað aðra á svæðinu en hvetur þó alla til að fylgja sóttvarnareglum og huga að sóttvörnum.   

Einstaklingarnir sem greindust tilheyra sömu fjölskyldu. Fram hefur komið að þeir voru í sóttkví við greiningu. Þeir höfðu verið í sóttkví frá kvöldi miðvikudags 26. maí. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka