Tvö smit greindust á Austurlandi í gær, að því er Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra staðfestir í samtali við mbl.is. Samkvæmt heimildum Austurfréttar, sem greindi fyrst frá málinu, eru báðir smituðu einstaklingarnir búsettir á Vopnafirði.
Þeir voru báðir í sóttkví við greiningu. Í frétt Austurfréttar kemur fram að staðið hafi til að halda árshátíð grunnskólans á Vopnafirði í kvöld.