Varúðarráðstöfunum gegn fuglaflensu aflétt

Leyfi­legt er á ný að hleypa ali­fugl­um út úr húsi …
Leyfi­legt er á ný að hleypa ali­fugl­um út úr húsi eða út fyr­ir yf­ir­byggð gerði. mbl.is/Eggert

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur fellt úr gildi varúðarráðstafanir gegn fuglaflensu en aukið viðbúnaðarstig hefur verið í gildi frá því í lok mars. 

Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir:

„Stofn­un­in hef­ur lækkað viðbúnaðarstig þar sem hún met­ur smit­hættu núna lága. Það þýðir að leyfi­legt er á ný að hleypa ali­fugl­um út úr húsi eða út fyr­ir yf­ir­byggð gerði. Leyfi­legt er að halda sýn­ing­ar og aðrar sam­kom­ur með fugla. Stofn­un­in hvet­ur þó fugla­eig­end­ur til að vera áfram á varðbergi gagn­vart fuglaflensu og gæta fyllstu varúðar áður en fugl­um er hleypt út.“

Þá segir að enn sé mikilvægt að fuglaeigendur fylgist áfram með heilbrigði fuglanna og tilkynni tafarlaust til Matvælastofnunnar um aukin afföll og grunsamleg veikindi í sínum fuglum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka